Varúð vegna alvöru Jón Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2009 00:01 Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar