AC Milan fylgdi eftir sigrinum góða á Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld er liðið lagði Chievo í ítölsku deildinni. Lokatölur 1-2 fyrir Milan.
Pinzi kom Chievo yfir eftir aðeins sjö mínútna leik og fátt sem benti til þess að Milan fengi nokkuð úr leiknum þegar Alessandro Nesta tók leikinn í sínar hendur.
Hann jafnaði leikinn níu mínútum fyrir leikslok og tryggði Milan síðan sigurinn með marki á lokamínútu leiksins.
Milan stökk með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar og er sjö stigum á eftir toppliði Inter.