Bruce Willis og Tracy Morgan úr þáttunum 30 Rock og Saturday Night Live leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni A Couple of Cops sem verður fyrsta stórmyndin sem Kevin Smith leikstýrir.
Myndin fjallar um löggur sem leita að stolnu hafnaboltaspjaldi, bjarga mexíkóskri fegurðardís og glíma við hina ýmsu glæpamenn. Myndin átti upphaflega að heita A Couple of Dicks og með aðalhlutverkin áttu að fara Robin Williams og James Gandolfini úr The Sopranos en ekkert varð af því.
Willis sést næst á hvíta tjaldinu í vísindatryllinum The Surrogates og Morgan leikur í endurgerð bresku myndarinnar Death at a Funeral.

