Stjarnan vann fyrsta leikinn við Aftureldingu, 28-24, í umspilinu um laust sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð. Stjarnan var yfir í hálfleik, 13-9.
Stjarnan lagði ÍR í undanúrslitum en Afturelding skellti Selfossi. Sigra þarf tvo leiki í rimmunni til þess að vinna hana.
Stjarnan-Afturelding 28-24
Mörk Stjörnunnar: Þórólfur Nielsen 6, Guðmundur Guðmundsson 6, Fannar Örn Þorbjörnsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Ragnar Helgason 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 2, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Daníel Einarsson 1.
Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 10, Bjarni Aron Þórðarson 5, Jóhann Jóhannsson 3, Þrándur Gíslason Roth 3, Ásgeir Jónsson 1, Reynir Ingi Árnason 1, Daníel Jónsson 1.