„Við erum bikarmeistarar. Það er það sem ég vil segja um þennan leik," sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigur sinna manna á KR í úrslitunum í dag.
Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu síðan að Teitur Örlygsson tók við liðinu í desember síðastliðnum. Í dag unnu Stjörnumenn svo sigur á geysisterku liði KR í úrslitum bikarkeppninnar sem fæstir áttu von á.
„Teitur Örlygsson fer inn í hausinn á manni og kennir manni að vinna. Nú kunnum við að vinna. Það er ekkert meira en það. Þetta er einfalt," sagði Kjartan áður en hann hélt áfram að fagna sigrinum með sínum mönnum.