Gengi hluta í Bakkavör hefur hækkað um 0,98 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfing dagsins á hlutabréfamarkaði.
Tvenn viðskipti upp á 636 þúsund krónur standa á bak við heildarveltuna á hlutabréfamarkaði það sem af er degi.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,13 prósent og stendur í 262 stigum.