Ísland ekki lengur land heldur sjóður 4. mars 2009 00:01 Einn af þekktustu viðskiptarithöfundum Bandaríkjanna segir íslenska karla hafa stýrt uppbyggingu fjármálageirans af fífldirfsku og vankunnáttu. Mynd/Valli Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is Markaðir Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira