Handbolti

Stutt stopp hjá strákunum í Skopje

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson og félagar fá litla hvíld í Skopje á morgun.
Róbert Gunnarsson og félagar fá litla hvíld í Skopje á morgun. Mynd/Stefán

Strákarnir okkar eru á ferð og flugi þessa dagana. Þeir komu til Skopje klukkan 14.00 í dag og spila erfiðan leik við Makedóna í undankeppni EM 2010 annað kvöld.

Þeir fá ekki langan tíma til þess að jafna sig eftir leikinn því liðið mun yfirgefa hótelið klukkan 3.00 aðra nótt enda bíður þeirra flug klukkan 5.00 um nóttina.

Það flug er til Búdapest en þaðan flýgur liðið svo yfir til Frankfurt. Frá Frankfurt kemst liðið síðan loks heim til Íslands.

Þar verður æft fram að helgi en strákarnir mæta síðan Eistum að Ásvöllum á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×