Er 20% skuldaniðurfelling lausnin? Árni Páll Árnason skrifar 2. mars 2009 06:00 Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan Skuldaniðurfelling Við þurfum í kjölfar efnahagshruns að laga skuldabyrði heimila og fyrirtækja að greiðslugetu þeirra og þeirri verðmætasköpun sem líkleg er til að standa undir endurgreiðslu skulda til lengri tíma litið. Vegna almennrar eignabólu í landinu á undanförnum árum er ljóst að verulegar skuldir þarf að afskrifa. Spurning er hvernig það verði best gert. Hugmyndir um almenna skuldaniðurfellingu eru óskynsamlegar og hættulegar efnahagslegum stöðugleika. Slíkar hugmyndir gagnast best þeim sem mest skulda og verðlauna þannig með óeðlilegum hætti óábyrga skuldasöfnun. Þær fela í sér miklar eignatilfærslur, því almenna skuldaniðurfellingu þarf óhjákvæmilega að fjármagna með ríkisframlögum og þannig með sköttum. Það er ekki svo að peningar sem hægt er að nýta í þetta verkefni hafi orðið til úr engu með afslætti frá kröfuhöfum í gömlu bankana við tilfærslu eigna úr gömlum bönkum í nýja. Sá afsláttur er ætlaður til að mæta raunverulegu útlánatapi en ekki til að gera Framsóknarmönnum kleift að gera sumum greiða á kostnað annarra. Ef sá háttur verður hafður á munu erlendir kröfuhafa auðvitað með réttu kalla eftir riftun þeirra skuldaskila sem þeim yrði gert að sæta að þessu leyti. Þá er líka ósvarað spurningunni hvers vegna maður sem skuldar 150 milljónir eigi að fá 30 milljónir af almannafé í meðgjöf, en maður sem skuldar 25 milljónir í hóflegri íbúð að fá 5 milljónir af almannafé? Leið þessi leysir heldur ekki úr vanda þess sem fyrr var nefndur og tryggir ekki úrlausn vanda fólks sem ekki getur greitt af hóflegri íbúð vegna atvinnumissis annarar eða beggja fyrirvinna. Eftir sem áður getur sá hópur staðið frammi fyrir fjöldagjaldþroti. Þess vegna þarf raunverulegt úrræði á borð við greiðsluaðlögun, til að auðvelda sem flestum að standa við skuldbindingar sínar. Eftirgjafarleiðin er því villuleið. Hún kann að henta sendisveinum stóreignahópa í Framsókn og Sjálfstæðisflokki, en hún gagnast ekki venjulegu fólki. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar