Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2009 17:28 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka." Kosningar 2009 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka."
Kosningar 2009 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira