Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2009 17:28 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka." Kosningar 2009 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka."
Kosningar 2009 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira