Bjarni Fritzson er á leið til Íslands þar sem hann hefur fengið sig lausan undan samningi sínum við franska úrvalsdeildarfélagið St. Raphael.
Bjarni staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en hann er væntanlegur til lands nú síðar í dag.
Talið er líklegt að hann muni ganga til liðs við FH en Þorgeir Arnar Jónsson, formaður stjórnar handknattleiksdeildar FH, sagði í samtali við fréttastofu að hann myndi ræða við Bjarna þegar hann kæmi heim.