KR tapaði fyrir Beijing Aoeshen í síðari sýningarleik liðanna í Chengdu í Kína í morgun, 104-81.
Heimamenn voru yfir lengst af í leiknum en staðan í leiknum var 52-32 í hálfleik.
Semaj Inge var stigahæstur KR-inga með nítján stig. Þeir halda nú heim á leið og koma hingað til lands á þriðjudagskvöldið.
Brynjar Þór Björnsson fór úr lið á putta í leiknum og var fluttur upp á sjúkrahús til aðhlynningar, eftir því sem kemur fram á heimasíðu KR.