Sex málum hefur verið vísað til FME Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Seðlabankinn. Mynd/Heiða Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóvember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna gruns um brot á þeim. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að málin séu enn til skoðunar hjá eftirlitinu. „Rétt er að taka fram að reglur um íslenska gjaldmiðilinn og gjaldeyrismál heyra undir Seðlabanka Íslands. Í lögum um gjaldeyrismál númer 87/1992, samanber lög númer 134/2008 kemur fram að vakni grunur um brot gegn lögunum skuli Seðlabanki Íslands, eða eftir atvikum lögreglan, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það," segir í svari FME. Tekið er fram að ef slíkar rannsóknir eftirlitsins leiði til þess að grunur um brot sé staðfestur geti slíkum málum lokið hjá Fjármálaeftirlitinu með stjórnvaldssektum, með sátt eða með því að Fjármálaeftirlitið vísi málum til lögreglu, eða eftir atvikum til sérstaks saksóknara. Áréttað er að brot gegn lögunum og reglum settum á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru FME til lögreglu. Í lögunum kemur fram að rúmur refsirammi sé vegna brota gegn þeim. Þannig geta sektir sem lagðar eru á einstaklinga numið frá 10 þúsund krónum til 20 milljóna króna. Sektir á lögaðila geta svo numið frá 50 þúsund krónum til 75 milljóna króna. „Við ákvörðun sekta skal meðal annars tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar," segir í lögunum, en sektirnar renna í ríkissjóð. Greint var frá því í Markaðnum fyrir viku að enn væru brestir í gjaldeyrishöftunum sem hér hefur verið komið á, þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafi verið hertar í byrjun þessa mánaðar. Heimildir blaðsins herma að útflytjendur hafi í einhverjum tilvikum samið beint við erlenda eigendur krónubréfa um eigendaskipti á bréfunum. Opinber gögn um að eigendaskipti hafi orðið á krónubréfum liggja þó ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru slík viðskipti óheimil. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri upplýsti á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag að Seðlabankinn hafi nú hert enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Unnið sé að því að koma á fót í bankanum nýrri eftirlitseiningu og verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði einnig orð á mikilvægi gjaldeyrishaftanna í ræðu sinni á ársfundi bankans og kvað lykilatriði að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Það er því ófyrirgefanlegt þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á svig við þær reglur og þau gjaldeyrishöft sem við höfum neyðst til þess að setja," sagði hún. Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóvember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna gruns um brot á þeim. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að málin séu enn til skoðunar hjá eftirlitinu. „Rétt er að taka fram að reglur um íslenska gjaldmiðilinn og gjaldeyrismál heyra undir Seðlabanka Íslands. Í lögum um gjaldeyrismál númer 87/1992, samanber lög númer 134/2008 kemur fram að vakni grunur um brot gegn lögunum skuli Seðlabanki Íslands, eða eftir atvikum lögreglan, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það," segir í svari FME. Tekið er fram að ef slíkar rannsóknir eftirlitsins leiði til þess að grunur um brot sé staðfestur geti slíkum málum lokið hjá Fjármálaeftirlitinu með stjórnvaldssektum, með sátt eða með því að Fjármálaeftirlitið vísi málum til lögreglu, eða eftir atvikum til sérstaks saksóknara. Áréttað er að brot gegn lögunum og reglum settum á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru FME til lögreglu. Í lögunum kemur fram að rúmur refsirammi sé vegna brota gegn þeim. Þannig geta sektir sem lagðar eru á einstaklinga numið frá 10 þúsund krónum til 20 milljóna króna. Sektir á lögaðila geta svo numið frá 50 þúsund krónum til 75 milljóna króna. „Við ákvörðun sekta skal meðal annars tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar," segir í lögunum, en sektirnar renna í ríkissjóð. Greint var frá því í Markaðnum fyrir viku að enn væru brestir í gjaldeyrishöftunum sem hér hefur verið komið á, þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafi verið hertar í byrjun þessa mánaðar. Heimildir blaðsins herma að útflytjendur hafi í einhverjum tilvikum samið beint við erlenda eigendur krónubréfa um eigendaskipti á bréfunum. Opinber gögn um að eigendaskipti hafi orðið á krónubréfum liggja þó ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru slík viðskipti óheimil. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri upplýsti á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag að Seðlabankinn hafi nú hert enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Unnið sé að því að koma á fót í bankanum nýrri eftirlitseiningu og verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði einnig orð á mikilvægi gjaldeyrishaftanna í ræðu sinni á ársfundi bankans og kvað lykilatriði að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Það er því ófyrirgefanlegt þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á svig við þær reglur og þau gjaldeyrishöft sem við höfum neyðst til þess að setja," sagði hún.
Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira