Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað ætlar Rúv að sýna beint frá oddaleikjum í N1-deild karla á fimmtudag. Það fékkst staðfest í dag.
Rúv ætlaði sér ekki að sýna neitt frá undanúrslitunum og bar því við að það væri ekki hægt út af kosningunum.
Þáttur um Vestfjarðarvíkinginn, sem fór fram síðasta sumar, mun falla niður vegna þessara breytinga.
Í Fréttablaðinu í dag kom einnig fram að Rúv treysti sér ekki til þess að sýna frá neinum leik á kosningadaginn, laugardag, en mun engu að síður sýna beint frá vináttulandsleik í knattspyrnu sama dag.
Rúv mun sýna annan hvorn leikinn beint og skipta yfir á hinn leikinn þess á milli.
Sá leikur sem ekki verður aðalleikur hjá Rúv verður sýndur beint á HSÍ TV.