Ísland upp um níu sæti á heimslista FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2009 11:00 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Sjá meira