Snæfell í undanúrslitin 19. mars 2009 19:01 Sigurður Þorvaldsson Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið. Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Snæfell er komið í undanúrslit Iceland Express deildarinnar eftir 73-71 sigur á Stjörnunni í æsispennandi oddaleik í Stykkishólmi í kvöld. Stjörnuliðið átti á brattann að sækja allan leikinn en með gríðarlegri baráttu á lokasprettinum náði liðið að gera leikinn spennandi. Jón Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 20 stig, Sigurður Þorvaldsson skroaði 17 stig og hirti 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og hirti 12 fráköst. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 16 stig og 8 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 16 stig, Ólafur Sigurðsson 13 stig og Fannar Helgason 11 stig og 10 fráköst. Það verða því annars vegar KR og Keflavík og hinsvegar Grindavík og Snæfell sem leika í undanúrslitunum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:45 - Leik lokið. Snæfell 73 - Stjarnan 71. Gríðarleg spenna var á lokasprettinum en þrátt fyrir ágæta tilburði Garðbæinga náðu þeir ekki að jafna leikinn. 20:39 - Snæfell 72 - Stjarnan 71. Snæfell á boltann og 6 sekúndur eftir. Snæfell tekur leikhlé. Fannar setti niður tvö víti fyrir Stjörnuna og minnkaði muninn í eitt stig. 20:33 - Þvílík seigla í Stjörnumönnum. Snæfell 72 - Stjarnan 69 þegar 58 sekúndur eru eftir af leiknum. Snæfell á boltann og leikhlé tekið. 20:28 - Örlagaríkar mínútur. Hlynur Bæringsson með stóra körfu fyrir Snæfell og dæmd óíþróttamannsleg villa á Stjörnuna, sem náði að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan nú Snæfell 68 - Stjarnan 63 og Snæfell á vítaskot og boltann þeagr 1:58 eru eftir af leiknum. 20:24 - Leikhlé. Snæfell 64 - Stjarnan 61. Stjarnan á vítaskot þegar þrjár og hálf mínúta eru til leiksloka. Teitur Örlygsson hvetur sína menn til dáða á bekknum. Er kominn skjálfti í heimamenn? 20:22 - Enn minnkar Stjarnan muninn! Snæfell 62 - Stjarnan 59. Þristur frá Zdravevski. 20:20 - Snæfell 60 - Stjarnan 54. Stjarnan heldur áfram að kroppa í forskot heimamanna þegar fimm mínútur eru eftir af leiknum 20:15 - Snæfell 56 - Stjarnan 49. Stjarnan saxar á forskotið. 20:11 - Þriðja leikhluta lokið. Snæfell 53 - Stjarnan 44. Enn hafa heimamenn forskot og eru líklegir til að komast í undanúrslit. Sóknarleikur Stjörnunnar var ágætur í þriðja leikhlutanum en nú þurfa þeir að vinna upp níu stiga forskot á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:06 - Snæfell 46 - Stjarnan 38. Ólafur Sigurðsson er að eiga fínan leik hjá Stjörnunni og er kominn með 11 stig. Garðbæingar neita að gefast upp, en eiga sem fyrr í erfiðleikum með Snæfellingana undir körfunni. Rúmar þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta. 20:01 - Síðari hálfleikur hafinn. Snæfell 42 - Stjarnan 32. Heimamenn halda uppteknum hætti en Justin Shouse heldur Garðbæingum inni í leiknum. 19:56 - Snæfell hefur unnið frákastabaráttuna í fyrri hálfleik 27-13 og þar af hefur Snæfell hirti 8 sóknarfráköst gegn 2 hjá Stjörnunni. Að öðru leyti er tölfræði liðanna nokkuð áþekk. Tölfræðin í hálfleik: Hjá Snæfelli er Lucius Wagner frábær með 10 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson með 8 stig og 4 fráköst, Magni Hafsteinsson með 6 stig og 4 fráköst og Hlynur Bæringsson með 3 stig og 8 fráköst. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse stigahæstur með 7 stig og þrjár stoðsendingar. Fannar Helgason er með 5 stig og 5 fráköst, Ólafur Sigurðsson er með 5 stig, Jovan Zdravevski með 5 stig og 5 fráköst og Kjartan Atli Kjartansson með 4 stig og 3 fráköst. 19:46 - Hálfleikur. Snæfell 38 - Stjarnan 27. Snæfell hefur verið með um tíu stiga forskot síðan liðið tók góða rispu í byrjun annars leikhluta. Sóknarleikur Snæfells gekk illa í byrjun leiks en liðið er allt að koma til. Lærisveinar Teits Örlygssonar þurfa að taka sig verulega á í hálfleiknum ef ekki á illa að fara. 19:40. Snæfell 30 - Stjarnan 20. Jón Jónsson og Justin Shouse skiptust á þristum. Heimamenn eru með leikinn í höndum sér núna. Rúmar þrjár mínútur til hálfleiks. 19:35 - Snæfell 27 - Stjarnan 16. Heimamenn að síga fram úr og eru aðeins að rétta úr kútnum eftir frekar lufsulega byrjun. Stjörnumenn eru í vandræðum og hafa fengið 11-2 sprett í andlitið í öðrum leikhluta. 19:29 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 16 - Stjarnan 14 Það leynir sér ekki að allt er undir hjá liðunum í kvöld. Baráttan hefur verið gríðarleg og spennustigið hátt og það hefur komið nokkuð niður á fagurfræðunum. Sigurður Þorvaldsson er með 4 stig og 4 fráköst hjá Snæfelli og þeir Shouse, Zdravevski og Kjartan Kjartansson með 4 hver hjá gestunum. 19:23 - Snæfell 10 Stjarnan 7. Baráttan er gríðarleg hér í byrjun og hittni leikmanna eftir því. 4 mín eftir af fyrsta leikhluta. 19:19 - Leikur hefst. Stjarnan byrjar betur og kemst í 5-2 í upphafi leiks. Hlynur Bæringsson er kominn með tvær villur í liði Snæfells eftir þrjár og hálfa mínútu og skiptir sjálfum sér út af í kjölfarið.
Dominos-deild karla Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn