Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur staðfest að ítalska ungstirnið Federico Macheda verði á varamannabekknum þegar United mætir Porto í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.
"Ég reikna með því að hann verði á bekknum. Ég mun fá Wayne Rooney aftur fyrir leikinn og það er stór bónus, en það væri erfitt að gefa Macheda ekki tækifæri," sagði Ferguson á heimasíðu United.
"Kiko er bara unglingur og honum finnst því gaman að lesa um sig í blöðunum, en hann þarf ekki að horfa lengra en til Ryan Giggs, Paul Scholes og Gary Nevilla til að finna sér fyrirmyndir og hafa alltaf haldið sér á jörðinni," sagði Ferguson.
Hann upplýsti að hann hefði ögrað Ítalanum unga. "Ég sagði Ole Gunnar Solskjær (þjálfara varaliðsins) að ef Macheda spilaði vel í næsta leik, myndi hann fá að vera á bekknum hjá aðalliðinu gegn Aston Villa. Þetta var mikil áskorun og auðvitað skoraði hann þrennu í leiknum," sagði Ferguson.