Handbolti

Góður útisigur hjá GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

GOG vann í dag góðan útisigur á Nordsjælland, 31-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fjögur mörk fyrir GOG í leiknum en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins. Gísli Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Nordsjælland.

Þá tapaði FHK Elite, lið Björns Inga Friðþjófssonar markvarðar, fyrir Skjern fyrr í dag, 33-24.

GOG er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Bjerringbro-Silkeborg.

Nordsjælland er í áttunda sætinu með sextán stig og FHK Elite í tólfta sæti með sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×