Forráðamenn Fiorentina staðfestu í dag að Rúmeninn Adrian Mutu muni snúa fyrr á völlinn en í fyrstu var talið er hann meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Debrecen.
Svo slæm voru meiðslin að Mutu neyddist til þess að leggjast undir hnífinn í dag. Aðgerðin, sem var á hné, heppnaðist aftur á móti vel.
Upphaflega var óttast að Mutu yrði frá í að minnsta kosti einn mánuð en nú segja forráðamenn Fiorentina að hann verði klár eftir þrjár vikur.