Steven Gerrard var hógvær eftir stórkostlega frammistöðu sína og Liverpool-liðsins gegn Real Madrid í kvöld. Sjálfur skoraði Gerrard tvö mörk í leiknum
„Það sem skipti mig mestu máli var að vinna leikinn og komast í átta liða úrslitin. Þetta var stórkostleg frammistaða hjá liðinu í kvöld," sagði Gerrard og bætti við.
„Ég vil sérstaklega minnast á Yossi Benayoun sem var stórkostlegur í fyrri leiknum í Madrid en gat því miður ekki spilað í kvöld."
Fernando Torres snéri til baka í lið Liverpool í kvöld og hann var heldur betur tilbúinn í slaginn gegn liðinu sem hann hefur margoft leikið gegn er hann lék með hinu Madridarliðinu.
„Ég lagði hart að mér alla vikuna til þess að komast í leikform. Þessi leikur skipti mig persónulega miklu máli sökum tengsla minna við Atletico," sagði Torres sem fór oft mjög illa með varnarmenn Real og skoraði svo að sjálfsögðu laglegt mark.
„Það var mjög mikilvægt að skora þetta mark og ljúft fyrir mig. Þetta var frábær leikur líka fyrir stuðningsmennina."