Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir." Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira