Breiðablik vann 6-1 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram í dag.
Blikum var spáð öðru sæti deildarinnar og Þór/KA því þriðja og var því fyrirfram búist við spennandi viðureign.
Sara Björk Gunnarsdóttir kom Blikum yfir á 20. mínútu en Mateja Zver jafnaði metin fyrir gestina á 40. mínútu. Sandra Sif Magnúsdóttir endurheimti þó forystuna fyrir heimamenn aðeins þremur mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði tvívegis í síðari hálfleik og þær Sandra Sif og Harpa Þorsteinsdóttir eitt markið hvor.
Íslandsmeistarar Vals unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum KR á útivelli.
Fylkir er hins vegar á toppi deildarinnar eftir 7-1 sigur á Keflavík á útivelli en síðarnefnda liðinu var spáð 10. og neðsta sæti deildarinnar.
Úrslit dagsins:
Keflavík - Fylkir 1-7
Breiðablik - Þór/KA 6-1
KR - Valur 1-3
Afturelding/Fjölnir - Stjarnan 1-6
ÍR - GRV 1-3
