Körfubolti

Haukakonur jöfnuðu metin eftir spennuleik í DHL-Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moneka Knight spilaði sinn besta leik í Haukabúningnum í kvöld.
Moneka Knight spilaði sinn besta leik í Haukabúningnum í kvöld. Mynd/Daníel

Haukakonur unnu fjögurra stiga sigur á KR, 68-64, í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna í DHL-Höllinni í kvöld. Staðan er því jöfn í einvíginu en það lið sem verður á undan að vinna þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

Haukar voru 12 stigum yfir, 64-52, þegar sex mínútur voru eftir en KR náði að minnka munninn í tvö stig í lokin. Síðustu skotin geiguðu hjá KR-liðinu og Haukar fögnuðu dýrmætum sigri.

Haukaliðið sýndi allt annað og betri leik en í fyrsta leiknum og var með frumkvæðið allan tímann. Moneka Knight spilaði virkilega vel og liðið fékk líka fín framlög frá öðrum leikmönnum liðsins eins og Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Moneka var með 22 stig í leiknum og Slavica bætti við 18 stigum og 6 stoðsendingum.

Það dugði ekki KR-liðinu að Hildur Sigurðardóttir skoraði 30 stig í kvöld en liðið var alltaf á eftir í leiknum en var nærri því búið að vinna upp sextán stiga forskot í lokin. Hildur skoraði 21 stigi meira en næsti leikmaður í liðinu sem var Margrét Kara Sturludóttir.

KR-Haukar 64-68 (33-34)

Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 30 (11 frák.), Margrét Kara Sturludóttir 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 8 (14 frák.,m 4 stoðs.), Guðrún Arna Sigurðardóttir 7, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundadóttir 3, Heiðrún Kristmundsdóttir 2.



Stig Hauka: Moneka Knight 22 (6 frák., 5 stolnir), Slavica Dimovska 18 (6 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 13 (9 frák.), Telma Björk Fjalarsdóttir 6, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 4, Helena Brynja Hólm 3, Guðbjörg Sverrisdóttir 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×