Jón Arnór Stefánsson var valinn besti leikmaður úrslitakeppni Iceland Express deildar karla að loknum leik KR og Grindavíkur í kvöld.
Jón Arnór hefur verið lykilmaður í liði KR og var stigahæstur með 23 stig er KR varð Íslandsmeistari með sigri á Grindavík í kvöld, 84-83. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.