Kristín Ýr: Þurfum bara að einbeita okkur að okkur sjálfum Ómar Þorgeirsson skrifar 11. ágúst 2009 23:15 Kristín Ýr í leik gegn Breiðabliki. Mynd/Stefán Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Kristín Ýr er afar sátt með að Valsstúlkur hafi náð að rífa sig upp eftir tapið gegn Þór/KA og sé áfram með örlögin í eigin höndum þegar deildin fer í frí. „Mér fannst við mæta mjög vel stemdar til leiks og það var fínn kraftur í okkur í fyrri hálfleik en síðan fannst mér við detta aðeins niður í þeim seinni. Það var bara eins og við værum í einhverju móki en kannski var þetta einhver þreyta. Mér fannst við samt alveg vera með leikinn í okkar höndum allan tímann og við stjórnuðum spilinu," segir Kristín Ýr. „Það er alveg merkilegt með það að þegar við töpum stigum þá bregst það varla að liðin í kringum okkur í töflunni misstíga sig í næstu umferð á eftir og ég veit ekki hvaða gæfa það er eiginlega. Við þurfum annars bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik því um leið og maður fer að setja fókusinn of mikið á andstæðinginn þá fer allt í vaskinn einhvern veginn," segir Kristín Ýr. Kristín Ýr er á meðal þeirra leikmanna sem halda nú utan og keppa fyrir Íslands hönd á EM í Finnlandi og hlakkar vitanlega mjög til þess en hún segir enn fremur mikilvægt að koma til baka af fullum krafti í lokasprettinn í deildinni. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur sem fara út að koma vel stemdar til baka eftir Finnlandsferðina því það er náttúrulega misjafnt hvað hver og ein á eftir að fá að spila þarna úti. Við verðum því að gera okkar til þess að halda okkur í formi og vonandi komumst við líka heilar í gegnum þetta, 7, 9, 13, því við höfum verið mjög heppnar með meiðsli í sumar," segir Kristín Ýr vongóð að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir hjá Val hélt uppteknum hætti í Pepsi-deildinni í kvöld þegar hún skoraði seinna mark liðs síns í 2-0 sigri gegn Fylki. Markið var hennar átjánda mark í deildinni í sumar og hún er sem stendur markhæst þegar þrjár umferðir eru eftir. Kristín Ýr er afar sátt með að Valsstúlkur hafi náð að rífa sig upp eftir tapið gegn Þór/KA og sé áfram með örlögin í eigin höndum þegar deildin fer í frí. „Mér fannst við mæta mjög vel stemdar til leiks og það var fínn kraftur í okkur í fyrri hálfleik en síðan fannst mér við detta aðeins niður í þeim seinni. Það var bara eins og við værum í einhverju móki en kannski var þetta einhver þreyta. Mér fannst við samt alveg vera með leikinn í okkar höndum allan tímann og við stjórnuðum spilinu," segir Kristín Ýr. „Það er alveg merkilegt með það að þegar við töpum stigum þá bregst það varla að liðin í kringum okkur í töflunni misstíga sig í næstu umferð á eftir og ég veit ekki hvaða gæfa það er eiginlega. Við þurfum annars bara að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik því um leið og maður fer að setja fókusinn of mikið á andstæðinginn þá fer allt í vaskinn einhvern veginn," segir Kristín Ýr. Kristín Ýr er á meðal þeirra leikmanna sem halda nú utan og keppa fyrir Íslands hönd á EM í Finnlandi og hlakkar vitanlega mjög til þess en hún segir enn fremur mikilvægt að koma til baka af fullum krafti í lokasprettinn í deildinni. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur sem fara út að koma vel stemdar til baka eftir Finnlandsferðina því það er náttúrulega misjafnt hvað hver og ein á eftir að fá að spila þarna úti. Við verðum því að gera okkar til þess að halda okkur í formi og vonandi komumst við líka heilar í gegnum þetta, 7, 9, 13, því við höfum verið mjög heppnar með meiðsli í sumar," segir Kristín Ýr vongóð að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira