Ásta: Fínt að spila inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2009 10:00 Ásta Árnadóttir. Mynd/E. Stefán Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira