Byggjum betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar