Í dag hefst keppni í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, með heilli umferð.
Leikirnir hefjast allir klukkan 14.00 og þeirra á meðal afar athyglisverðir leikir.
Bikarmeistarar KR taka á móti Íslandsmeisturum Vals á KR-vellinum. KR-ingar hafa misst marga leikmenn frá síðasta tímabili og var ekki spáð nema 5. sæti af fyrirliðum og þjálfurum liða í deildinni. Því var hins vegar spáð að Valur myndi verja Íslandsmeistaratitilinn.
Liðunum sem var spáð öðru og þriðja sæti, Breiðabliki og Þór/KA, mætast svo í Kópavoginum í dag.
Leikir dagsins:
Keflavík - Fylkir
Breiðablik - Þór/KA
KR - Valur
Afturelding/Fjölnir - Stjarnan
ÍR - GRV
Pepsi-deild kvenna hefst í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

