Vinstri og hægri hönd Framsóknar Skúli Helgason skrifar 17. mars 2009 00:01 Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Gamall félagi úr háskólapólitíkinni, Einar Skúlason, sendir mér kveðju hér í blaðinu á miðvikudag, þar sem hann svarar grein minni hér í blaðinu um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Þar tjáði ég þá skoðun mína að Samfylkingin ætti að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar að við viljum mynda félagshyggjustjórn eftir kosningar, til að kjósendur hafi ekki aðeins vald til að ráða þingstyrk flokka heldur geti jafnframt í reynd kosið um næstu ríkisstjórn. Ég vitnaði í grein minni í nýjan formann Framsóknarflokksins sem hefði lýst því yfir að framsóknarmenn myndu fylgja þeirri gömlu aðferð að ganga óbundnir til kosninga. Félagi Einar segir mig þarna gera formanninum upp skoðanir. Þá er rétt að ég geti heimilda áður en lengra er haldið. Morgunblaðið birti 31. janúar síðastliðinn ítarlegt viðtal við Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins, og þar sagði hann orðrétt: „Við göngum óbundnir til kosninga. Það er hins vegar alveg ljóst að í Framsóknarflokknum er mikill vilji til þess að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisstjórn og líta til vinstri, þótt ekki væri nema í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samfélaginu síðustu árin. Mörgum framsóknarmönnum hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa færst til hægri og samfélagið sömuleiðis og telja að nú eigi að líta til vinstri. En Framsóknarflokkurinn mun ekki semja um stjórnarmyndun fyrir kosningar." Þarna er að vísu sígild framsóknar-íslenska á ferðinni svona já-og-nei, hvorki-né, bæði-og pólitík, en þó formaðurinn lýsi því að vinstri sjónarmið njóti mikils stuðnings í flokknum sem stendur er augljóst af þessum orðum að hann vill halda báðum dyrum opnum og útilokar hreint ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. Það er gleðiefni að vinstri hönd Framsóknar sé nú vöknuð til lífsins en veit hún hvað sú hægri er að gera? Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun