Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska 18 ára landsliðsins, gaf flestar stoðsendingar í b-deild Evrópukeppninnar sem lauk í Bosníu í gær. Íslenska liðið vann fjóra síðustu leiki sína og tryggði sér 13. sætið með öruggum sigri á Dönum.
Ægir Þór gaf 34 stoðsendingar í síðustu fjórum leikjunum á mótinu og endaði mótið með 44 stoðsendingar í 8 leikjum eða 5,5 að meðaltali í leik.
Ægir fékk aðeins eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum þar sem tölfræðiskráningin var mjög undarleg en lét það ekki þó ekki spilla fyrir sér.
Ægir Þór var einnig með 10,4 stig og 5,4 fráköst að meðlatali í leik á mótinu.