Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum kampakátur eftir glæsilegan og óvæntan sigur sinna stúlkna í kvöld gegn deildarmeisturum Hauka.
Fram-stúlkur komnar í úrslit og ekki á hverjum degi sem liðið í fjórða sæti deildarinnar slær út liðið í fyrsta sæti.
„Við vorum með lausnir á öllu sem þær gerðu. Við keyrðum á gríðarlega háu tempói báða þessa leiki og það algjörlega meðvitað," sagði Einar.
„Við erum í miklu betra formi en þetta Haukalið og þær sprungu bara. Ég er sannfærður um það. Hanna er þindarlaus og gerði okkur lífið leitt en aðra sprungu."