„Fyrstu samningar eru frágengnir og íhlutir á leið til landsins," segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orkusparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip.
Jóhann, sem áður var sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, gekk í haust til liðs við bróður sinn, sem stofnað hafði HBT skömmu áður. Lítið hafði farið fyrir Jóhanni frá því hann sagði sýslumannsstarfinu lausu þar til hann kynnti HBT á þéttsetnum ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gær.
Að sögn Jóhanns hafði frumkvöðull unnið að þróun tækninnar í áraraðir norður í landi þar til HBT gerði samning við hann um framleiðslu á tæknilausninni, sem þegar er komin í notkun. „Ég sé gífurleg sóknarfæri hér sem erlendis," segir Jóhann. - jab
Fyrstu samningar í höfn
