Umfjöllun: Grótta marði Víking í tvíframlengdum leik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. desember 2009 21:37 Anton Rúnarsson tryggði Gróttumönnum sigurinn í kvöld. Mynd/Stefán Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir. Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Í kvöld tók Víkingur á móti Gróttu í fjórðungsúrslitum Eimskips-bikar karla í handknattleik. Leiknum lauk með, 34-35, sigri Gróttu og þurfti að tvíframlengja leikinn til að fá úrslit. Það var ekki að sjá í byrjun að lið Víkings kæmi úr fyrstu deild. Þeir spiluðu stórkostlegan varnarleik, hraðan sóknarleik og nutu hverjar einustu mínútu inná vellinum. Þessir strákar voru greinilega búnir að gíra sig vel upp fyrir leikinn því þeir áttu fyrsta korterið. Gestirnir í Gróttu byrjuðu leikinn hörmulega og skoruðu aðeins tvö mörk fyrsta kvörtunginn. Það vantaði allt hjá þeim. Enginn talandi, engin gleði og engin barátta. Útlitið var ekki gott fyrir gestina og á meðan dældu heimamenn boltanum í netið og fóru þeir félagar alla leið með þetta og buðu upp á sirkus mark við mikinn fögnuð þeirra fjölmörgu áhorfenda sem sóttu leikinn í kvöld. Það var ekki fyrr en að markvörðurinn Magnús Sigmundsson steig í ramman hjá Gróttu sem að hlutirnir fóru að ganga. Þeir fengu sjálfstraust við góða vörslu Magnúsar og unnu sig inn í leikinn. Grótta minnkaði forskotið í eitt mark fyrir hálfleik og staðan þá, 12-11. Fjörið hélt áfram í síðari hálfleik og mikil spenna var í leiknum. Markverðir beggja liða voru að verja vel og eltu liðin hvort annað allt til loka leiks. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan, 24-24, og framlenging staðreynd. Áhorfendur heimamanna í víkinni voru greinilega búnir að bíða lengi eftir alvöru leik því það vantaði ekki stemninguna þeim megin. Skemmtileg stuðningsveit, skipuð ungra víkinga mættu með allskyns trommur og sungu allar þær stuðningslínur sem þeir höfðu lært í gegnum tíðina. Þeir fengu líka að syngja langt fram á kvöld því ekki náðist að fá niðurstöðu í þennan stórskemmtilega baráttu leik eftir framlenginguna. Staðan eftir fyrstu framlengingu var, 29-29, og þar með leikurinn tvíframlengdur. Í seinni framlengingunni var erfitt að sjá hvort liðið ætlaði áfram úr fjórðungsúrslitunum. Það var ekki fyrr en stórskytta gestanna, Anton Rúnarsson gerði út um leikinn með þrumufleyg og kom Gróttu í tveggja marka forskot. Heimamenn minnkuðu muninn en klukkan vann með gestunum og þar með lauk bikarævintýri Víkings. Lokatölur, 34-35, Gróttu í vil. Víkingsliðið var að spila stórskemmtilegan handbolta í kvöld og voru þeir Óttar Pétursson og Hreiðar Haraldsson frábærir í sókninni. Markvörður Víkings, Björn Viðar Björnsson átti glæsilegan leik og greinilegt að þar er mikið efni á ferðinni. Í liði gestanna var lykilmaður kvöldsins Magnús Sigmundsson og geta þeir þakkað honum fyrir að vera komnir áfram. Finnur Ingi Stefánsson fór mikinn í liðið gestanna og skoraði 10 mörk.Víkingur-Grótta 34-35 (12-11)Mörk Víkings (skot): Óttar F. Pétursson 8 (14), Hreiðar Haraldsson 8 (12), Sveinn Þorgeirsson 6 (12), Þröstur Þráinsson 5 (9), Hjálmar Þór Arnarsson 4 (4), Guðmundur Freyr Hermansson 3 (7), Davíð Georgsson 1 (7).Varin skot: Björn Viðar Björnsson 18/1 (35/8) 51%Hraðaupphlaup: 5 (Hreiðar 3, Þröstur, Óttar)Fiskuð víti: 6 (Guðmundur 2, Hjálmar 2, Sigurður, Hreiðar.)Utan vallar: 0 mín.Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 10 (14/1), Anton Rúnarsson 7/2 (16/3), Jón Karl Björnsson 5/4 (10/5), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmarsson 4 (8), Halldór Ingólfsson 3 (7), Páll Þórólfsson 2 (2).Varin skot: Magnús Sigmundsson 17/1 (34/4) 50%. Einar Ingimarsson 2/1.Hraðaupphlaup: 6 (Finnur 4, Anton, Páll.)Fiskuð víti: 10 ( Atli Rúnar 7, Anton, Matthías, Halldór)Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira