Embla Grétarsdóttir hefur ákveðið að ganga í raðir Vals eftir því sem fram kemur á heimasíðu KR og leikur því í rauðu í sumar.
Embla hefur verið í herbúðum KR í rúman áratug og á að baki 241 leik hjá félaginu.
Í samtali við Vísi á dögunum sagði Embla að valið stæði á milli Vals og Breiðabliks en hún hefur nú ákveðið að ganga í raðir Íslandsmeistaranna.