Ísland vann í kvöld tveggja marka sigur á Sviss, 33-31, í æfingalandsleik í handbolta kvenna í Framhúsinu í Safamýrinni.
Staðan í hálfleik var 16-14, Íslandi í vil. Sólveig Lára Kjærnested skoraði átta mörk fyrir Ísland og Harpa Sif Eyjólfsdóttir sex. Alls komust ellefu leikmenn íslenska liðsins á blað í kvöld.
Liðin mætast öðru sinni á Selfossi annað kvöld og svo í lokaleiknum í íþróttahúsinu í Austurbergi á miðvikudaginn.