Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 2,24 prósent í dag og í Bakkavör um 0,52 prósent. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,56 prósent.
Gengi annarra fyrirtækja hefur ekki hreyfst úr stað á annars rólegum degi. Viðskiptin það sem af er eru átta talsins upp á 25 milljónir króna.
Gamla Úrvalsvísistalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,10 prósent og stendur hún í 331 stigi.