Best geymda leyndarmálið 11. desember 2009 06:00 Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun