Akureyringar þakka Haukum fyrir Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2009 17:39 Lið Akureyrar endaði í sjötta sæti deildarinnar. Akureyri slapp við erfiða leiki gegn Selfyssingum í umspili um laust sæti í efstu deild á næsta ári. Það er þó ekki þeim sjálfum að þakka, en liðið hefur hrapað niður töfluna eftir að hafa trónað á toppnum í byrjun móts. Það var sigur Hauka á Stjörnunni sem gerði þetta að verkum en Akureyri gerði 28-28 jafntefli við Fram í lokaumferð deildarinnar í dag. "Það er gríðarlega létt yfir okkur," sagði brosmildur Akureyringur Jónatan Magnússon eftir leik. "Það er búið að vera baggi á okkur að klára þetta síðustu tvær vikur," sagði Jónatan. "Ég vil taka fram að Haukar eru verðugir deildarmeistarar og ég lýsi yfir ánægju minni með að þeir kláruðu leikinn sinn í dag," sagði Jónatan jafnframt brosandi. Hann bætti við að hann gæti ekki beðið eftir næsta vetri. Guðlaugur Axelsson og Heimir Örn Árnason ganga í raðir félagsins og koma þá á heimaslóðir. Þeir munu styrkja liðið verulega en fáir leikmenn fara frá því að öllum líkindum. Anton Rúnarsson fer aftur í Val þaðan sem hann var í láni. Framarar hefðu með sigri mætt Val í úrslitakeppninni. Þeir mæta í staðinn besta liði landins, nýbökuðum deildarmeistörum. Það getur þó allt gerst í úrslitakeppninni eins og maður leiksins í dag, Rúnar Kárason, bendir á. "Nú tekur alvaran við. Þetta eru allt hörku lið og það verður ekkert gefið," sagði Rúnar sem fannst liðið spila vel í dag. "Við spiluðum helvíti vel. Vorum afslappaðir og góðir, en við fórum í uppnám undir lokin þegar þeir fóru að taka tvo og jafnvel þrjá menn úr umferð. Við vorum að skapa okkur færi en skotin voru bara léleg hjá okkur," sagði hann. Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Akureyri slapp við erfiða leiki gegn Selfyssingum í umspili um laust sæti í efstu deild á næsta ári. Það er þó ekki þeim sjálfum að þakka, en liðið hefur hrapað niður töfluna eftir að hafa trónað á toppnum í byrjun móts. Það var sigur Hauka á Stjörnunni sem gerði þetta að verkum en Akureyri gerði 28-28 jafntefli við Fram í lokaumferð deildarinnar í dag. "Það er gríðarlega létt yfir okkur," sagði brosmildur Akureyringur Jónatan Magnússon eftir leik. "Það er búið að vera baggi á okkur að klára þetta síðustu tvær vikur," sagði Jónatan. "Ég vil taka fram að Haukar eru verðugir deildarmeistarar og ég lýsi yfir ánægju minni með að þeir kláruðu leikinn sinn í dag," sagði Jónatan jafnframt brosandi. Hann bætti við að hann gæti ekki beðið eftir næsta vetri. Guðlaugur Axelsson og Heimir Örn Árnason ganga í raðir félagsins og koma þá á heimaslóðir. Þeir munu styrkja liðið verulega en fáir leikmenn fara frá því að öllum líkindum. Anton Rúnarsson fer aftur í Val þaðan sem hann var í láni. Framarar hefðu með sigri mætt Val í úrslitakeppninni. Þeir mæta í staðinn besta liði landins, nýbökuðum deildarmeistörum. Það getur þó allt gerst í úrslitakeppninni eins og maður leiksins í dag, Rúnar Kárason, bendir á. "Nú tekur alvaran við. Þetta eru allt hörku lið og það verður ekkert gefið," sagði Rúnar sem fannst liðið spila vel í dag. "Við spiluðum helvíti vel. Vorum afslappaðir og góðir, en við fórum í uppnám undir lokin þegar þeir fóru að taka tvo og jafnvel þrjá menn úr umferð. Við vorum að skapa okkur færi en skotin voru bara léleg hjá okkur," sagði hann.
Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira