Vöndum til verka 13. mars 2009 06:00 Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ýmsar af þeim breytingum sem nú eru ræddar á grundvallarskipan samfélagsins eru góðra gjalda verðar. Það er ennfremur eðlilegt að við núverandi aðstæður séu margir hugsi yfir því hvort leita megi ástæðna fyrir stöðunni í grunngerð íslensks samfélags. En það er mikilvægt að vandað sé vel til umræðna og að innantómir frasar séu ekki látnir duga. Það er hæpin skýring á núverandi efnahagskreppu að þar hafi grundvallarreglur samfélagsins haft mikil áhrif. Þó er ekki þar með sagt að ekki sé ástæða til að endurskoða stjórnarskrána og kosningalögin. Hins vegar fer illa saman þegar pólitískri heift, vonbrigði með stöðu efnahagsmála og óvissu í stjórnmálum er blandað út í slíkar umræður. Þess vegna er það raunverulegt áhyggjuefni að minnihlutastjórn VG og Samfylkingar leggi sérstaka áherslu á slíkar breytingar á þeim örskamma tíma sem hún er við völd. Raunar hefur þessi asi vakið áhyggjur alþjóðlegra stofnana sem telja slík vinnubrögð sérstaklega varhugaverð enda er beinlínis mælt gegn því í alþjóðlegum sáttmálum að breyta kosningareglunum svo skömmu fyrir kosningar. Má þar nefna Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sem sér nú sérstaka ástæðu til þess að fylgjast grannt með framkvæmd kosninga á Íslandi. Það er nefnilega þannig að þegar slíkar stofnanir, sem vinna að því að tryggja að framgangur lýðræðisins sé eðlilegur, fá fregnir af því að stjórnvöld hafi uppi áform um breytingar á leikreglum lýðræðis skömmu fyrir kosningar, þá vekur það efasemdir um að réttilega sé staðið að málum og allra sjónarmiða sé gætt. Ísland hefur fram að þessu ekki verið í þeim flokki sem alþjóðlegir kosningasérfræðingar hafa sérstakar áhyggjur af. Hvað sem segja má um íslenskt samfélag þá er þetta nýmæli. Þess vegna hljótum við að staldra við og vara við þeim flýti sem minnihlutastjórnin hyggst beita við að koma þessum breytingum í gegn. Breytingar á reglum lýðræðisins þurfa að fá yfirvegaða umræðu og nauðsynlegt er að allur þorri manna hafi ráðrúm til þess að móta sér skoðun á slíkum breytingum. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar