Suttmynd Barkar Sigþórssonar, Support, sigraði á kvikmyndahátíð í Bratislava sem haldin var í byrjun mars.
Sama mynd vann fyrir bestu stuttmynd á Reykjavík Shorts & Docs síðasta haust.
„Myndin fjallar um mann sem liggur fyrir dauðanum á gjörgæslu," svarar Börkur aðspurður um verðlaunamyndina.
„Hún er svo stutt að það má eiginlega ekki segja meira frá því en myndina má sjá í heild sinni á heimasíðunni minni," segir Börkur.
Hvernig var í Bratislava? „Bara voða gaman. Ferlega skemmtilegt. Þar var fólk saman komið úr öllum áttum. Svo er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir störf sín," segir Börkur sem býr og starfar í Lundúnum.
Fékkstu peningaverðlaun? „Já 1600 evrur," segir Börkur.
Stuttmyndin er í heild sinni inni á heimasíðu Barkar undir „moving images" og heitir „Support".
