Endurreisn eða annað hrun? Eygló Harðardóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og VG segir: „Íslenskur sjávarútvegur mun gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem fram undan er. Það er því afar mikilvægt að skapa greininni bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig rekstrargrundvöllinn til langs tíma, en jafnframt verði leitað sátta um stjórn fiskveiða." Í kjölfarið segir að áætlun um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, hinn 1. september 2010. Þetta hafa Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, staðfest opinberlega. Þótt samfylkingarfólk hafi almennt tekið yfirlýsingum Dags og Ólínu með ró er ekki hægt að segja það sama um íbúa sjávarbyggðanna hringinn í kringum landið. Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja eru í uppnámi og sveitarfélög um land allt halda að sér höndum því fyrning kvóta kann að hafa mikil áhrif á tekjustofna þeirra. Menn geta haft ólíkar skoðanir á fyrningu aflaheimilda og hvort það muni auka sáttina í kerfinu. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn geri sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og mikilvægi þess að menn fari varlega í allar yfirlýsingar og ákvarðanir. Talið er að skuldir sjávarútvegsins séu á bilinu 300-500 milljarðar króna. Helmingur þessara skulda eru hjá Landsbankanum (NBI) og er væntanlega þungamiðjan í lánasafni bankans. Ef ríkið ákveður að fyrna aflaheimildir eru væntanlega lítil sem engin veð fyrir stórum hluta lánasafns NBI. Verður þá ekki einfaldlega að afskrifa þessi lán? Sama gildir um hina bankana sem eru væntanlega með afganginn af lánum sjávarútvegsins á sinni könnu. Ríkið hefur tekið ákvörðun um að leggja um 200 milljarða kr. af skattfé almennings inn í nýju bankana sem eigið fé. Hversu mikið verður eftir af eigin fé bankanna þegar veð verða ekki lengur til staðar fyrir lánum þessarar atvinnugreinar, sem á að vera lykillinn að endurreisn íslensks atvinnulífs? Hefur ríkisstjórnin reiknað dæmið til enda? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar