Al Pacino til liðs við Shakespeare 5. febrúar 2009 06:00 Lér Al Pacino leikur Lé konung í mynd Michaels Radford. Pacino finnst hann nú vera orðinn nógu gamall til að taka að sér hlutverkið. Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira