Tekjutengjum sjómannaafsláttinn 27. nóvember 2009 06:00 Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun