Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Frömurum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 17:20 Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira