Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Frömurum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 17:20 Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira