Sigurður Ágústsson, línumaður FH, verður frá keppni næstu 6-9 mánuði vegna krossbandaslits í hné. Frá þessu er greint á vefsíðu Fimleikafélagsins.
Sigurður meiddist á æfingu með 19 ára landsliði Íslands í síðustu viku. Hann mun því missa af stórum hluta af næsta tímabili en hann fer í aðgerð í næsta mánuði.
„Auðvitað er þetta leiðinlegt því maður stefnir auðvitað hátt. Ekki síst vegna þess að núna væri ég úti á HM í Túnis með U-19 ára landsliðinu. En það þýðir ekkert að svekkja sig. Komin er upp ákveðin staða sem nauðsynlegt er að taka á og ég þarf bara að vera jákvæður, setja mér markmið og ná mér sem fyrst góðum aftur," sagði Sigurður við FH.is.