Forest Whitaker á í samningaviðræðum um að leika í nýjustu hasarmynd Sylvesters Stallone, The Expendables. Whitaker myndi leika starfsmann CIA sem aðstoðar hóp málaliða sem reyna að steypa einræðisherra í Suður-Ameríku af stóli. Með hlutverk þeirra fara Stallone, Jet Li, Randy Couture og Jason Statham.
Stallone, sem leikstýrir myndinni og skrifar handritið, vonast til að hefja tökur í febrúar. Þetta verður fyrri mynd hans af tveimur sem hann gerir fyrir framleiðandann Nu Image/Millenium.
