Seiglusigur hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2009 18:44 Páll Kristinsson og Hlynur Bæringsson sjást hér í baráttunni í Fjárhúsinu í kvöld. Mynd/E.Stefán Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira. Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira.
Dominos-deild karla Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira