Íslenska ríkið hagnaðist um rétt tæpa 138 milljarða króna með kaupum á 75 prósenta hlut í Glitni á einum degi við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag.
Greiningardeild Kaupþings benti á það í gær að ríkið greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna (miðað við gengi á evru gagnvart krónu á föstudag) fyrir 75 prósenta hlut í bankanum . Miðað við dagslokagengi krónu í gær hafi markaðsvirði hvers hlutar lækkað um 88 prósent frá því á föstudag enda nýir hlutir gefnir út á móti nýju hlutafé. Miðað við þetta greiddi ríkið 1,9 krónur fyrir hvern hlut í Glitni.
Gengi bréfa í bankanum stóð í 4,8 krónum á hlut við upphaf dags í morgun. Það jafngildir 152 prósenta hækkun. Ríkið hefur því, samkvæmt þessu, hagnast um 950 milljón evrur, tæpa 138 milljarða króna, á einum degi.
Ríkið græðir 138 milljarða á Glitniskaupum
![Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í gær.](https://www.visir.is/i/06590E95D502FFF9D76A07DAAE91D2F86CF3E098F174CF210E6A151D57B2EFEB_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/9A65F7BFE7FB20DF95C1443A3F1BEA39F2B1882CA08BD2BEA510D07E4545DF5D_240x160.jpg)
Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum
Viðskipti innlent
![](/i/96D7125B0A6F249BFA7E1598D4A6F07C501D955FA3547225F4877556CA2EFE5F_240x160.jpg)
„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“
Viðskipti innlent
![](/i/3AC94E7BFB6B542A2651C703FC1D2799CADB19468B228FA8521F03BCC85006F2_240x160.jpg)
Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts
Viðskipti innlent
![](/i/6C6E4D638535356155618FA6F07393BB4B941ACEF8EFAE2F8649CE50D42584EF_240x160.jpg)
Almenningur fær forgang og lægsta verðið
Viðskipti innlent
![](/i/AD6D0BE2EC16DE60769548384F7F39B4B0B02380E0AFB4D57FA847510638CDC2_240x160.jpg)
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka
Viðskipti innlent
![](/i/FEA60134F46EBDAC34F7B90662CDFABDE81BDA0BF1286847CC2BD6C91B0D2CEC_240x160.jpg)
![](/i/B8E71F71CDF78714D7CE2C7696D93DE52E4713805EF1BB09538FF3BE8F946679_240x160.jpg)
Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára
Viðskipti innlent
![](/i/A01C8E9E7A5C9FC20094829C30DAAB038172F3A8D68F2B7E6E57C703A9EC7BC3_240x160.jpg)
Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði
Viðskipti innlent
![](/i/61379D6056EFD0090B9F88FA4B0CB6B785BE030F2EB04CB8B0F6D1CA7C463371_240x160.jpg)
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum
Atvinnulíf
![](/i/D7BE2247F94A95770CD9D40BF543BD99F8ABB4D7D7955AFA08061DF6DB7F8EA2_240x160.jpg)
Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið
Viðskipti innlent