Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn verður aðfaranótt föstudags en Boston Celtics og LA Lakers eigast við. Óvíst er með þátttöku bakvarðarins Tony Allen hjá Boston í úrslitarimmunni.
Allen á við meiðsli að stríða og segir Doc Rivers, þjálfari Boston, að útlitið sé ekki gott og mjög ólíklegt sé að Allen verði með í fyrsta leik.
Þetta er mikið áfall fyrir Boston, sérstaklega í ljósi þess að Allen átti mjög líklega að fá það hlutverk að hafa gætur á Kobe Bryant. Allen hafði ágætis tök á Bryant í leikjum þessara liða í vetur.